Fréttir

 

 

Við hjá Arctic Maintenance bjóðum upp á góða og öfluga varahluta þjónustu.

Við höfum til sölu rafgeyma fyrir flestar gerðir af smávélum, olíusíur, perur og o-rings svo eitthvað sé nefnt.Við getum líka tekið að okkur viðhald á bæði lead acid og og nicad batteríum.

Við getum líka pantað varahluti sé þess óskað, við erum í sambandi við aðila úti í heimi sem bjóða upp á góð verð og fljóta þjónustu.

 8.11.2018
Ný línustöð opnuð í Reykjavík
Nú á dögunum var opnuð ný línustöð á Reykjavíkur flugvelli í skýli 1, Nýr starfsmaður var ráðinn til að sjá um þá þjónustu sem við bjóðum uppá í Reykjavík.Lesa meira


5.3.2012
Verkfærakisturnar komnar
Vegna aukinna krafna EASA um aðhald og eftirlit með verkfærum ákvað Arctic Maintenance að kaupa handa öllum flugvirkjum félagsins verkfærakistur. Voru kisturnar sér hannaðar og sér valin verkfæri keypt. Kisturnar voru pantaðar í gegnum Vélar og Verkfæri sem er umboðsaðili Snap-On á Íslandi. Skorið var út fyrir öllum verkfærum og P/N fræst í botn skúffunar þar sem hvert verkfæri á heima.  Ferlið tók langan tíma en vorum við ekki fyrir vonbrigðum með valið þegar kisturnar lentu.  Næst á dagskrá er svo að taka restina af verkfærum fyrirtækisins í gegn. 


Fleiri fréttir
Arctic Maintenance ehf - Skýli 11 Akureyrarflugvöllur - sími: 414-6969/AOG 618-6967