19.5.2009 -

Við hjá Arctic Maintenance höfum gert viðhaldssamninga við Norlandair og Mýflug um allt viðhald á þeirra vélum svo og innkaup á varahlutum fyrir bæði félög.
Norlandair rekur tvær Twin Otter vélar og eina GA8 (Gippsland) vél, hafa Twin Otter vélar verið í notkun hér á landi til fjölda ára með góðum árangri.  Þær henta einstaklega vel til notkunar á Grænlandi því þær þurfa mjög stutta braut og geta lent við mjög erfiðar aðstæður.
Mýflug rekur tvær Beechcraft B200 vélar og er önnur þeirra eingöngu notuð í sjúkraflugi.  Einnig eiga þeir Piper Chieftain og tvær Cessnur 206 sem eru aðallega notaðar við útsýnisflug.
Við hjá Arctic Maintenance vonumst eftir góðu samstarf við báða þessa aðila í framtíðinni.Til baka
Arctic Maintenance ehf - Skýli 11 Akureyrarflugvöllur - sími: 414-6969/AOG 618-6967