5.3.2012
Verkfærakisturnar komnar
Vegna aukinna krafna EASA um aðhald og eftirlit með verkfærum ákvað Arctic Maintenance að kaupa handa öllum flugvirkjum félagsins verkfærakistur. Voru kisturnar sér hannaðar og sér valin verkfæri keypt. Kisturnar voru pantaðar í gegnum Vélar og Verkfæri sem er umboðsaðili Snap-On á Íslandi. Skorið var út fyrir öllum verkfærum og P/N fræst í botn skúffunar þar sem hvert verkfæri á heima.  Ferlið tók langan tíma en vorum við ekki fyrir vonbrigðum með valið þegar kisturnar lentu.  Næst á dagskrá er svo að taka restina af verkfærum fyrirtækisins í gegn. 

3.1.2011
Gleðilegt ár og farsælt komandi ár þökkum viðskiptin á árinu sem er nú liðið.

Lesa meira


16.7.2010
Nýjar fréttir
Jæja er ekki kominn tími á nýjar fréttir, rétt að verða ár síðan síðasta uppfærsla var gerð.  Það má segja að ekki hafi verið tími fyrir vefsíðuna fram að þessu en vonandi verða beytingar á því á næstunni.   Síðasta haust byrjaði hjá okkur starfsmaður að nafni Björn diesel Brynjarsson og hóf hann fyrst störf sem aðstoðarmaður en 1. des var hann tekinn í fóstur sem flugvirkjanemi.  Hann tók grunn námið í TEC 2007 og stefnir í skólann í september næstkomandi.  Mikið hefur verið að gera hjá öllum starfsmönnum Arctic og má nefna það að við höfum tekið við planningu fyrir Mýflug og Flugskóla Akureyrar að fullu og að hluta til fyrir Norlandair.  Báðir Twin Otterar Norlandair voru málaðir í bretlandi í vor og var flugvirki með í för til fylgjast með réttum handtökum.  Einnig var með í för starfsmaður frá CAR X til að kynna sér málningarferli flugvéla og munum við í samvinnu mála okkar fyrstu vél næsta vetur.  Piper Chieftain frá Mýflugi verður fyrsta tilraunadýrið og vonandi gengur vel.  Ef vel gengur er þetta vinna sem við munum bjóða uppá fyrir alla okkar viðskiptavini og aðra.  I vor tókum við í notkun tvær component shoppur  fyrir battery, bæði NicAD og Lead Acid og svo Wheel and Brake shop.  Viðtæk reynsla er á þessu sviði hjá okkur og getum við tekið flest öll battery, felgur og bremsur bæði í test og yfirhal.  Á döfinni næsta haust er svo opnum á engine shop með capability til að yfirhala alla Lycoming mótora til að byrja með.  Mikið hefur verið hringt og spurt og teljum við fullu þörf fyrir þetta hér heima vegna óhagstæðs gengis krónunar og einnig vegna nýrra reglna frá EASA.  Allt er til staðar hér á verkstæðinu, mannskapur með þekkingu og öll verkfæri og það eina sem vantar er approval frá Flugmálastjórn.Fleiri fréttir
10.9.2009 -
19.5.2009 -
Arctic Maintenance ehf - Skýli 11 Akureyrarflugvöllur - sími: 414-6969/AOG 618-6967